Eftirfarandi málstofur eru í boði á LÆRT 2025.
STEM/STEAM sem útgangspunktur náms
Málstofustjórar: Hildur Sigfúsdóttir, Huld Hafliðadóttir, og Signý Óskarsdóttir
Kynntar verða nálganir frá Hollandi og Íslandi á þverfalgegu námi þar sem STEM/STEAM-verkefni eru rauði þráður námsins.


Farið á dýptina – Unnið með skilning nemenda
Málstofustjórar: Edda Elísabet Magnúsdóttir og Eyþór Eiríksson
Mikil umræða hefur verið um mikilvægi skilnings umfram hreina þekkingu eða aðferðafræði. Mikið hefur verið rætt um mikilvægi samræðunnar í þessu tilliti og oft litið til Danmerkur sem fyrirmyndar fyrir áherslu danska skólakerfisins á samtal. Eins hafa margir kennarar litið til kennsluhátta á við hugsandi skólastofu sem leiðar til að ná fram þeim markmiðum skilnings á viðfangsefninu sem þau vilja sjá nemendur sína ná tökum á.
Hæfniviðmið og námsmat
Málstofustjóri: Ingibjörg Stefánsdóttir og Martin Jónas B. Swift
Í þessari málstofu verður til umræðu hvernig beri að nálgast og túlka nýútgefin hæfniviðmið aðalnámsskrár grunnskóla, og hvernig haga beri námsmati í A-B-C kerfinu. Leggjum við öll sömu merkingu í hæfniviðmiðin? Hversu miklar kröfur ber að gera á hverju stigi? Erum við bara að þýða tölur yfir í bókstafi? Hversu spör eigum við að vera á A-ið? Þetta og margt fleira verið krufið (og leyst í eitt skipti fyrir allt) í þessari málstofu!
