LÆRT 2025

LÆRT 2025 verður haldið dagana 13.-15. nóvember 2025 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Gisting er í boði á Hótel Vesturlandi beint á móti skólanum.

Gert er ráð fyrir að ráðstefnugestir mæti á fimmtudegi og séu sjálfum sér nóg um mat þann dag, en boðið verður upp á drykk á hótelinu það kvöldið.

Ráðstefnan hefst föstudagsmorguninn kl. 9 og stendur til kl. 16. Boðið verður upp á hádegismat á ráðstefnusvæðinu. Um kvöldið er svo sameiginlegur kvöldmatur á hótelinu. Hvort tveggja er innifalið í ráðstefnugjaldinu. Ráðstefnan heldur svo áfram laugardagsmorguninn og stendur til hádegis svo ráðstefnugestir hafi tök á að komast aftur heim samdægurs.

Snemmskráningu lýkur 29. júní og skráning fer fram hér: tinyurl.com/laert-2025

Fimmtudagur 13. nóvember

16:00-19:00
Skráning og uppsetning bása í Menntaskóla Borgarfjarðar
20:00-22:00
Móttaka á Hótel Vesturlandi og spjall

Föstudagur 14. nóvember

08:30–09:00
Skráning og morgunkaffi

09:00–09:20 Setning ráðstefnu – Stutt ávarp og yfirlit yfir dagskrá
09:20–10:20 Vinnusmiðjur – Lota 1
10:20–10:40 Kaffihlé og tengslamyndun
10:40–12:00 Málstofur

12:00–13:00
Hádegishlé

13:00–14:40 Menntabúðir
14:40–15:40 Vinnusmiðjur – Lota 2
15:40–16:00 Sameiginlegt uppbrot: Tengslamyndun í gegnum skapandi áskorun

19:00-22:00
Sameiginlegur kvöldmatur á Hótel Vesturlandi

Laugardagur 15. nóvember

09:00–09:15 Sameiginlegt upphaf dags
09:15–10:30 Vinnustofur – Lota 3
10:30–10:50 Kaffipása
10:50–11:40 Sameiginleg málstofa: Framtíðarsýn
11:40–12:00 Lokaorð og næstu skref